Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Unnið að samnorrænni jafnlaunavottun

Norræna velferðarnefndin á fundi hjá Jafnréttisstofu - myndMikael Carboni Kelk - norden.org

Norræna velferðarnefndin vinnur að því að koma á fót samnorrænni jafnlaunavottun að íslenskri fyrirmynd sem ætlað er að loka launabilinu milli kvenna og karla. Munurinn mælist nú að jafnaði um 15% á Norðurlöndunum. Nefndin fundaði á Akureyri í gær og heimsótti m.a. Jafnréttisstofu.

Á fundi nefndarinnar var reynslan á Íslandi af jafnlaunavottun tekin til umfjöllunar. Tekin var ákvörðun um að leggja fyrir Norrænu ráðherranefndina að hún mæli með því á þingi sínu í Ósló síðar á þessu ári að innleidd verði sameiginleg jafnlaunavottun sem verkfæri Norðurlandaþjóðanna í baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna.

Í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs er sagt nánar frá áformum um samnorræna jafnlaunavottun. Þar kemur meðal annars fram að verkefnið samræmist áætlun Norðurlandanna til ársins 2030 sem tengist jafnframt markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni, þ.e. markmiði 8 um mannsæmandi laun og hagvöxt og markmiði 5 c) sem lýtur að sjálfstæði kvenna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta