Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Úthlutun styrkja til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Frá afhendingu gæðastyrkjanna í velferðarráðuneytinu - myndVelferðarráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til fjögurra gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001 en þeir eru fyrst og fremst hugsaðar til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.

Frestur til að sækja um styrki rann út 19. nóvember sl. og bárust ráðuneytinu 45 umsóknir um styrki vegna fjölbreyttra verkefna.

Úthlutunarnefnd skipuð þremur fulltrúum velferðarráðuneytisins lagði mat á umsóknirnar og gerði tillögu til ráðherra um styrkveitingarnar til verkefnanna fjögurra sem fengu hvert um sig styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Verkefnin eru eftirtalin:

Stytting meðferðartíma á bráða- og göngudeild

Flæðisvið Landspítala hlýtur styrk til verkefnis um styttingu meðferðartíma á bráða- og göngudeild. Verkefnið felst í því að greina þjónustuferli og sóun í meðferðarferlum við sjúklinga og mun nýtast öllum sjúklingum sem leita á bráðamóttöku Landspítala, en það eru samtals um 100.000 sjúklingar á ári.

Fjarþjónusta Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands

Veittur er styrkur til verkefnis um fjarþjónustu á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Með verkefninu opnast möguleika á að sinna í heimabyggð þeim sem þurfa á þjónustu Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar og tryggir þar með aðgengi að þjónustu á öllum tímum árs.

Skimun fyrir sjónkvillum vegna sykursýki

Innkirtladeild Landspítala hlýtur styrk til að skima fyrir sjónkvillum hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 sem er algengasta form sykursýki hjá börnum og unglingum en getur þó greinst á öllum aldri. Á undanförnum árum hafa komið upp allmörg tilfelli af alvarlegri sjónskerðingu hjá ungu fólki með sykursýki og hyggst Landspítali koma upp sjónskimun að alþjóðlegri fyrirmynd.

Gerð fræðsluefnis um örugga dvöl á sjúkrahúsum

Menntadeild Landspítala hlýtur styrk vegan gerðar fræðsluefnis fyrir sjúklinga um örugga dvöl á sjúkrahúsum. Markmið verkefnisins er að gera stutt og aðgengilegt fræðsluefni sem auðveldar sjúklinga á að taka virkan þátt í eigin meðferð. Sjúklingum eru m.a. gefin átta einföld ráð til að fyrirbyggja byltur, blóðtappa, sýkingar, rangar lyfjagjafir og þrýstingssár.

 

  • Kynning á fræðsluefni menntadeildar Landspítalans um örugga dvöl á sjúkrahúsi - mynd
  • Kynning á tilraunaverkefni Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar um fjarþjónustu - mynd
  • Kynning á verkefni Landspítala um skimun fyrir sjónkvilla vegna sykursýki - mynd
  • Kynning á verkefni um styttri meðferðartíma á bráða- og göngudeild - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta