Hoppa yfir valmynd
25. apríl 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Dagur umhverfisins haldinn hátíðlegur í 20. sinn

Merki Kuðungsins  - mynd
Dagur umhverfisins er í dag, 25. apríl. Þetta er í 20. sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur en hann er tileinkaður Sveini Pálssyni, fyrsta íslenska náttúrufræðingnum, sem fæddist þennan dag árið 1762.

Í tilefni dagsins mun umhverfis- og auðlindaráðherra efna til hátíðarathafnar þar sem hann veitir viðurkenningar fyrir framlög til umhverfismála. Annars vegar er um að ræða Kuðunginn sem er árlega veittur fyrirtæki sem hefur skarað fram úr í umhverfismálum árið á undan og hins vegar viðurkenninguna Varðliða umhverfisins, sem veitt er grunnskólabörnum fyrir verkefni á sviði umhverfismála.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar landsmönnum öllum innilega til hamingju með daginn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta