Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Opið fyrir umsagnir um verkferla í íþróttum

Í kjölfar #églíka yfirlýsinga íþróttakvenna hefur mennta- og menningarmálaráðherra skipað starfshóp til þess að gera tillögur um frekari aðgerðir. Starfshópnum er ætlað að skoða verkferla sem eru við lýði í íþróttastarfi og koma með ráðleggingar til úrbóta. Tekið er á móti umsögnum og ábendingum til hópsins í Samráðsgátt og er opið fyrir innsendingu þeirra til 7. maí nk. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Starfshópurinn skoðar t.d. hvort viðeigandi fræðsluefni sé til staðar í íþróttastarfi og hvernig brugðist er við þegar mál koma upp. Starfshópurinn hefur það hlutverk að gera tillögur um aðgerðir sem eiga að beinast að íþróttahreyfingunni sjálfri en einnig að stjórnvöldum og sveitarfélögum.

Ábendingar óskast um aðgerðir, bætt vinnulag og jafnvel lagabreytingar sem hindrað gætu kynferðislega áreitni og ofbeldishegðun sem opinberir aðilar, stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttahreyfingin gæti tekið upp í sínu starfi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta