Samningur um talsmannaþjónustu
Samkvæmt samningnum sinnir Rauði krossinn félagslegum stuðningi og hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðan þeir bíða niðurstöðu eða flutnings úr landi. Einnig sinnir Rauði krossinn réttaraðstoð og talsmannaþjónustu vegna umsókna um alþjóðlega vernd á lægra og æðra stjórnsýslustigi.
Samningurinn er gerður til þriggja ára í kjölfar forauglýsingar á Evrópska efnahagssvæðinu skv. VIII. kafla laga nr. 120/2016 um opinber innkaup.