Hoppa yfir valmynd
9. maí 2018 Dómsmálaráðuneytið

Lokadrög frumvarps um persónuvernd birt á samráðsgátt

Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp til nýrra persónuverndarlaga á næstu dögum. Verið er að ljúka samráðsferli innan Stjórnarráðsins í  samræmi við verklagsreglur Stjórnarráðsins um undirbúning og vinnslu stjórnarfrumvarpa.

Til að gefa þingmönnum og öðrum tækifæri til að hefja skoðun á lokadrögum frumvarpsins sem fyrst hefur það nú verið birt á samráðsgátt stjórnarráðsins. Frumvarpsdrögin voru fyrst kynnt á Samráðsgáttinni í mars. Í kjölfar umsagna og ábendinga tók það breytingum. Frumvarpið í þeirri mynd sem það verður lagt fyrir Alþingi má nálgast hér

Persónuverndarreglugerð ESB hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn en fyrirhugað er það verði gert á fundi innan tíðar. Þetta hefur áhrif á þinglega meðferð frumvarps.

Persónuverndarreglugerð ESB tekur gildi í Evrópu 25. maí næstkomandi og því ljóst að vegna tafa á upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn munu ný lög, byggð á þeirri þjóðréttarskuldbindingu, ekki hafa tekið gildi á Íslandi fyrir þann tíma.

Nálgast má umfjöllun um hvað gerist ef persónuverndarreglugerð ESB hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn 25. maí nk. í fyrri frétt á vef dómsmálaráðuneytisins, sem má nálgast hér.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta