Hoppa yfir valmynd
23. maí 2018 Matvælaráðuneytið

Skýrsla starfshóps yfir starfsemi Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins

Síðast liðið haust skipaði ráðherra ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunar starfshóp sem fara átti yfir starfsemi Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og koma með tillögur um framtíð sjóðsins.

Í skýrslu starfshópsins er lögð áhersla á að mikilvægt sé að styðja við áframhaldandi rekstur NSA sem fjárfestingasjóðs á fyrstu stigum nýsköpunar.  Sérstaða sjóðsins þegar styrkja-umhverfinu sleppir var undirstrikuð. Í samantekt starfshópsins er einnig litið til lengri tíma markmiða og bent á mikilvægi þess að stefnumörkun fjárfestinga á sviði nýsköpunar verði skýrari og stoðkerfi við nýsköpun verði samhæft.  Auka þarf samvinnu milli opinberra aðila sem koma að nýsköpun og skýra betur hvar og hvernig hægt er að fá stuðning til nýsköpunar.  Aukin samvinna skapar meiri slagkraft þegar kemur að kynningum gagnvart erlendum fjárfestum en vöxtur fyrirtækja á erlendum mörkuðum er eitt af lengri tíma markmiðum fjárfestinga í nýsköpun.

Skýrslan var gefin út til undirritunar 1. mars 2018 og afhent ráðherra undirrituð af öllum í starfshópnum í apríl 2018. 

Hér má nálgast skýrslu starfshópsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta