Hoppa yfir valmynd
25. maí 2018 Dómsmálaráðuneytið

Ný persónuverndarlöggjöf

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd svokölluð GDPR-reglugerð kemur til framkvæmda í Evrópu í dag. Þessi reglugerð verður hluti af EES-samningnum.

Undirbúningur að innleiðingu GDPR-reglugerðarinnar í EES-Samninginn hefur staðið frá því hún var sett fyrir tveimur árum og flóknar og umfangsmiklar samningaviðræður hafa staðið milli EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins og pólitískt samkomulag hefur náðst. Hins vegar hefur ekki tekist að ljúka formlegri afgreiðslu í Brussel og nú stefnir í að GDPR-reglugerðin taki ekki gildi í EES-samningnum fyrr en í kjölfar fundar Sameiginlegu EES-nefndarinnar sem haldinn verður þann 6. júlí n.k.

Til að flýta afgreiðslu málsins eins og frekast er unnt mun utanríkisráðherra leita fyrirfram samþykkis Alþingis til innleiðingar GDPR-reglugerðarinnar í EES-Samninginn í næstu viku. Þá var framlagning frumvarps dómsmálaráðherra um innleiðingu reglugerðarinnar í íslenskan rétt samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og verður frumvarp til nýrra persónuverndarlaga lagt fram á Alþingi í næstu viku.

Áform stjórnvalda eru því að upptaka reglugerðarinnar í EES-Samninginn og setning nýrra laga um persónuvernd verði lokið áður en Alþingi fer í sumarhlé.

Ísland hefur þar til í dag verið með sömu réttarvernd og ríki ESB á sviði persónuverndar og talist hluti hins innri markaðar. Stjórnvöld EFTA-ríkjanna hafi komið sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri við Evrópusambandið um að þar til GDPR-reglugerðin taki gildi í EES-samningnum muni núgildandi persónuverndartilskipun halda gildi sínu í samskiptum EFTA ríkjanna við ríki innan ESB.

Millibilsástandið sem myndast milli gildistöku GDPR-reglugerðarinnar í ESB og upptöku hennar í EES-samningnum ætti því ekki að valda truflunum á notkun persónuupplýsinga á innri markaði EES.

Fréttatilkynningin var uppfærð 28. maí 2018.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta