Ríkisstjórnin ræðir Heimsmarkmiðin við ungmennaráð
Ungmennaráðið kynnti starfsemi sína fyrir ríkisstjórninni og þau áherslumál sem þeim þykja brýnust. Ráðherrar voru áhugasamir um sýn þeirra á Heimsmarkmiðin og sögðust hlakka til að funda með þeim á komandi mánuðum.
Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á Heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Ungmennaráðið fundar sex sinnum á ári og þar á meðal árlega með ríkisstjórn. Þá veitir ráðið stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn Heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna. Á fundi sínum í dag ræðir ungmennaráðið forgangsröðun á þeim verkefnum sem ráðið ætlar að vinna að á starfstíma sínum.
Hægt er að fylgjast með störfum ungmennaráðsins á Facebook síðu þess: Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Facebook