Hoppa yfir valmynd
29. maí 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úthlutun styrkja til atvinnumála kvenna

Frá afhendingu styrkja til atvinnumála kvenna - myndAtvinnumál kvenna

Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað þann 25.maí sl. og fengu 30 verkefni styrki, samtals kr. 35.000 milljónir. Í ár bárust 243 umsóknir um styrki. Hæstu styrki hlutu þær Hildur Guðrún Baldursdóttir fyrir verkefnið „Arctic Barley“ sem loftpoppað bygg, Rakel Breiðfjörð Pálsdóttir fyrir verkefnið „Smart Nipple“ en hugmyndin snýst um að framleiða sílikon túttu með flæðimælinema í sem mælir magn brjóstamjólkur og Sigrún Jenný Barðadóttir fyrir verkefnið „Íslenskt te“ en markmiðið er að rækta te á Íslandi til útflutnings.

Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað síðan 1991 og eru þeir ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun.

Nánari listi yfir styrkhafa á atvinnumalkvenna.is.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta