Til umsagnar: Kröfur landlæknis um öryggi við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu
Embætti landlæknis hefur tekið saman skjal þar sem lýst er kröfum embættisins um öryggi við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu. Skjalið hefur verið birt til umsagnar á Samráðsgátt stjórnvalda áður en það verður lagt fyrir heilbrigðisráðherra til staðfestingar. Umsagnarfrestur er til 18. júní næstkomandi.
Kröfur Embættis landlæknis eru lagðar fram á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, en samkvæmt þeirri grein getur Landlæknir gefið heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum almenn fagleg fyrirmæli um vinnulag, aðgerðir og viðbrögð af ýmsu tagi sem þeim er skylt að fylgja. Fyrirmælin skulu lögð fyrir ráðherra til staðfestingar og birt.