Hoppa yfir valmynd
11. júní 2018 Dómsmálaráðuneytið

Persónuvernd í millibilsástandi

EFTA (European Free Trade Association) hefur nú birt tilkynningu á vefsvæði sínu sem skýrir stöðu persónuverndar í EFTA-ríkjunum innan EES, þ.e. Íslandi, Noregi og Liechtenstein, þar til almenna persónuverndarreglugerð ESB hefur verið tekin upp í EES samninginn. Samhliða þessu hefur Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins tekið upp tilvísun til þess texta á vefsvæðum sínum þar sem fjallað er um þýðingu og áhrif hinnar nýju löggjafar innan sambandsins.

Yfirlýsingin felur það í sér að hin aflagða persónuverndartilskipun ESB frá árinu 1995 skuli gilda áfram þar til hin nýja persónuverndarreglugerð sem kom til framkvæmda innan sambandsins þann 25. maí sl. tekur gildi í EES samningnum. Áætlað er að það verði fyrri hluta júlí nk. Með því er tryggt að persónuupplýsingar geta farið hindrunarlaust á milli EFTA ríkjanna og ríkja innan ESB í þessu millibilsástandi.

Yfirlýsing EFTA og afstaða Framkvæmdarstjórnar ESB byggir á þeirri forsendu að persónuverndarreglugerðin verði innleidd í EES samninginn og taki gildi í EFTA/EES ríkjunum í sumar og því brýnt að ekki verði töf á innleiðingu reglugerðarinnar hér á landi því það gæti breytt þessu mati.

Nánari upplýsingar er að finna á vef EFTA.

Ítarlegar upplýsingar um stöðu almennu persónuverndarreglugerðarinnar innan ESB:

https://ec.europa.eu/info/law/law-topic/data-protection/data-protection-eu_en

https://ec.europa.eu/commission/priorities/justice-and-fundamental-rights/data-protection/2018-reform-eu-data-protection-rules_en

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta