Hoppa yfir valmynd
13. júní 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra skipar framtíðarnefnd vegna tæknibreytinga

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa framtíðarnefnd. Nefndinni er ætlað að fjalla um helstu tækifæri og ógnanir Íslands í framtíðinni m.t.t. langtímabreytinga á umgengni við náttúruna, lýðfræðilegra breytinga og þeirra hröðu umskipta sem eru í vændum með síaukinni sjálfvirkni og tæknibreytingum.

Verkefni nefndarinnar verða eftirfarandi:

  • Áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga, áhrif tækniframfara og hin svokallaða fjórða iðnbylting.
  • Nefndin fjalli um þróun þeirra meginstrauma sem koma til með að hafa mótandi áhrif á samfélagið til framtíðar einkum með hliðsjón af þróun umhverfismála og lýðfræðilegum þáttum.
  • Nefndin stuðli að upplýstri umræðu um tækifæri og ógnanir framtíðarinnar og verði virkur umræðuvettvangur um framtíðarfræði.
  • Nefndin fylgist með starfi vinnuhópa Samráðsvettvangs um aukna hagsæld og vinni úr niðurstöðum hópanna ef við á. Formaður framtíðarnefndar á sæti í Samráðsvettvangnum.
  • Nefndin taki til umfjöllunar niðurstöður Vísinda- og tækniráðs og vinni úr niðurstöðum ráðsins ef við á. 

Framtíðarnefnd mun skila greinargerð um störf sín til forsætisráðherra árlega sem mun upplýsa Alþingi um störf nefndarinnar. Nefndarmenn eru alþingismennirnir: Smári McCarthy, formaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, varaformaður, Andrés Ingi Jónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Víglundsson, Logi Einarsson og Inga Sæland. Unnur Brá Konráðsdóttir er fulltrúi forsætisráðuneytisins og starfsmaður nefndarinnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta