Hoppa yfir valmynd
15. júní 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Frumvarp um rafrettur orðið að lögum

Alþingishúsið - myndVelferðarráðuneytið

Ný lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur taka gildi 1. mars 2019. Frumvarp heilbrigðisráðherra sem fjallar um innflutning, markaðssetningu, notkun og öryggi þessa varnings og ráðstafanir til að sporna við notkun barna á rafrettum var samþykkt á Alþingi í vikunni.

Ýmsar breytingar voru gerðar á frumvarpinu í meðförum þingsins en áform um lagasetningu hvað þessi mál varðar komu einnig til kasta þess á 146 löggjafarþingi. Þá var deilt um ýmis útfærsluatriði frumvarpsins; einna  helst þá ákvörðun að fella reglur um rafrettur undir lög um tóbaksvarnir en einnig ýmis fleiri atriði. Frumvarpið var tekið til efnislegrar endurskoðunar og lagt fram á þessu þingi sem sjálfstæð löggjöf um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ánægjulegt að tekist hafi að sætta ólík sjónarmið og ná lendingu í þessu máli.

Með setningu laganna hefur tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins, um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum verið innleidd að hluta til í íslensk lög.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta