Hoppa yfir valmynd
19. júní 2018 Forsætisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Breytt skipan velferðarráðuneytis í undirbúningi

Velferðarráðuneytið í Skógarhlíð - myndVelferðarráðuneytið
Forsætisráðherra, að höfðu samráði við félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra, hyggst hefja undirbúning að breyttri skipan velferðarráðuneytis.

Forsætisráðuneytið mun því í samráði við velferðarráðuneytið undirbúa þingsályktunartillögu sem lögð verður fyrir Alþingi sem fyrst á haustþingi 2018, 149. löggjafarþingi. Leitast verður við að halda kostnaði við breytinguna í lágmarki, til dæmis með sameiginlegri stoðþjónustu ráðuneytanna.

Færa má rök fyrir því að skipting ráðuneytisins í tvö ráðuneyti, sem sinni í megindráttum verkefnum í samræmi við núverandi verkaskiptingu ráðherranna tveggja, geti stuðlað að styrkari stjórnun og markvissari forystu sem efli getu ráðuneytanna tveggja til að sinna lögbundnum verkefnum og rækja hlutverk sín á sviði stefnumótunar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta