Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2018

Erna Ómarsdóttir sýnir í Centre national de la danse

Dagana 21. og 22. júní sýnir Erna Ómarsdóttir, danshöfundur, dansari og listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins dansverkið IBM 1401 – A User´s Manual (in memoriam) í Centre National de la Danse í París. Erna samdi verkið ásamt Jóhanni heitnum Jóhannssyni tónskáldi árið 2002 og þau ferðuðust með það víða um Evrópu. Í fyrra ákváðu þau að taka þráðinn upp að nýju, en Jóhann lést sem kunnugt er í febrúar síðastliðnum. Það féll því í hlut samstarfsmanna hans og vina að flytja verkið ásamt Ernu og á sýningunum í CND er það tónlistarmaðurinn Úlfur Eldjárn sem stendur á sviðinu.

IBM 1401 – A User´s Manual (in memoriam) er spennandi hugleiðing um hið flókna samband manna og véla og byggir á sögunni af fyrstu tölvunni sem flutt var til Íslands árið 1964. IBM 1401 var kennt að „syngja“ og starfsmenn voru áhugasamir um að ljá vélinni ýmsa mannlega eiginleika. Þegar tölvunni var skipt út fyrir nýrra módel, var henni ekki einfaldlega fleygt heldur fór fram dálítil athöfn þar sem henni voru þökkuð vel unnin störf! Gerðar voru upptökur af „söng“ tölvunnar og tónlist sem hún framleiddi og það varð grunnurinn að tónlist Jóhanns Jóhannssonar. 

Miðasala:  https://www.cnd.fr/en/program/786-erna-omarsdottir-and-johann-johannsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta