Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um kjör ljósmæðra

Í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar undanfarna daga um kjör ljósmæðra vill fjármála- og efnahagsráðuneytið vekja athygli á eftirfarandi upplýsingum:

1. Á árinu 2017 störfuðu að meðaltali 252 ljósmæður hjá ríkinu í 172 stöðugildum.
2. Meðalstarfshlutfall ljósmæðra hjá ríki árið 2017 var 69%. Um 14% ljósmæðra eru í fullu starfi.
3. Á tímabilinu 2007 til 2017 hefur stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Á mynd 1 má sjá þróun fjölda stöðugilda ljósmæðra og fjölda fæðinga á árunum 2007-2017.
4. Árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur BHM-félög.
5. Meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf árið 2017 voru 573 þús. kr. Á mynd 2 má sjá þróun vísitölu dagvinnulauna ljósmæðra í samanburði við launavísitölu og samanburðarstéttir.
6. Meðalheildarlaun ljósmæðra fyrir fullt starf árið 2017 voru 848 þús. kr. á mánuði. Á mynd 3 má sjá þróun heildarlauna ljósmæðra samanborið við samanburðarstéttir og í töflu 1 má sjá samanburð á meðaldagvinnu- og heildarlaunum BHM-félaga 2017.

 

Mynd 1. Stöðugildi ljósmæðra og fjöldi fæddra, tímabilið 2007 – 2017. Fjöldi fæðinga er meðalfjöldi fæðinga á mánuði og stöðugildi er meðalfjöldi stöðugilda á mánuði.

 

 

 Mynd 2. Þróun dagvinnulauna 2007-2017

 

Mynd 3. Þróun heildarlauna 2007-2017

 

Tafla 1. Samanburður á meðallaunum BHM-félaga 2017

Meðallaun BHM fyrir árið 2017

Dagvinnulaun

Heildarlaun

BHM

607.515

717.969

Félag prófessora við ríkisháskóla

845.350

929.014

Ljósmæðrafélag Íslands

573.019

848.224

Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga

665.881

834.880

Félag geislafræðinga

534.808

804.985

Dýralæknafélag Íslands

644.882

804.575

Félag lífeindafræðinga

529.648

790.451

Stéttarfélag lögfræðinga

650.892

785.413

Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.

659.241

777.805

Félag háskólakennara á Akureyri

615.105

727.320

Félag íslenskra félagsvísindamanna

624.557

723.082

Fræðagarður

577.722

670.295

Sálfræðingafélag Íslands

590.715

660.586

Félag íslenskra náttúrufræðinga

558.198

639.280

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga

570.432

626.051

Félag háskólakennara

556.055

621.256

Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa

560.413

618.087

Stéttarfélag sjúkraþjálfara

514.259

587.396

Leikarafélag Íslands

502.364

570.631

Þroskaþjálfafélag Íslands

479.912

570.323

Iðjuþjálfafélag Íslands

508.040

543.069

 

Samninganefnd ríkisins hefur sem fyrr fullt umboð frá fjármálaráðherra og ríkisstjórn í samningaviðræðum við ljósmæður. Það er einlægur vilji stjórnvalda að ljúka deilunni eins fljótt og kostur er.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta