Hoppa yfir valmynd
24. júlí 2018 Utanríkisráðuneytið

Ný ráðherrayfirlýsing um Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - mynd

Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna staðfestu skuldbindingar sínar um að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í nýlegri ráðherrayfirlýsingu sem samþykkt var á ráðherrafundi í Sameinuðu þjóðunum þann 16. júlí síðastliðinn.

Lögðu ríkin sérstaka áherslu á að útrýma fátækt og vinna gegn hungri og að samhentar aðgerðir væru nauðsynlegar til þess að ná árangri gagnvart Heimsmarkmiðunum. Þá var einnig lögð áhersla á að framfylgja beri Addis Ababa aðgerðaráætluninni um fjármögnun þróunar eigi Heimsmarkmiðin að nást fyrir 2030.

Í yfirlýsingunni kemur fram að 2,1 milljarður manns hafi enn ekki aðgengi að öruggu drykkjarvatni, 4,5 milljarðar hafi ekki aðgengi að vatns- og hreinlætisaðstöðu og 892 milljónir manns hafi ekki aðgengi að salerni. Einnig lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum af þeim áskorunum sem margar borgir standa nú frammi fyrir sökum aukins flutnings fólks úr dreifbýli í þéttbýli og að straumur flóttafólks auki enn á þessar áskoranir.

Jafnframt er skorað á hagsmunaaðila að tileinka sér sjálfbæra neyslu og matvælaframleiðslu í þeim tilgangi að draga úr matarsóun og sporna við plastmengun. Þá kemur fram að markmiðunum verði ekki náð án víðtækrar þátttöku ólíkra hópa. Þar hafi vísindasamfélagið stóru hlutverki að gegna enda geti tækni og nýsköpun flýtt framförum.

Hér má lesa ráðherrayfirlýsinguna í heild.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta