Fulltrúar kínverska kommúnistaflokksins, CPC, heimsóttu Ísland á dögunum og óskuðu eftir fundi með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á fundinum kynntu fulltrúar CPC hugmyndir flokksins að auknu samstarfi við önnur ríki.
Fjármála- og efnahagsráðherra fór á fundinum yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi, þróun frá efnahagshruninu 2008 og samanburð við önnur OECD ríki.