Styrkir til mannúðarverkefna í Sýrlandi
Utanríkisráðuneytið kallar eftir umsóknum um styrki til mannúðarverkefna borgarasamtaka til að bregðast við neyðarástandi vegna átakanna í Sýrlandi.
Verkefnum er ætlað að falla annað hvort að neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) eða viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vegna neyðarinnar í Sýrlandi.
Allt að 45 milljónir króna eru til úthlutunar að þessu sinni og umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 30. september næstkomandi. Gert er ráð fyrir að umsóknum verði svarað skriflega eigi síðar en mánudaginn 22. október 2018.Umsækjendum er bent á umsóknareyðublað, verklagsreglur utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök vegna mannúðaraðstoðar og aðrar leiðbeiningar á heimasíðu ráðuneytisins.
Sjá nánar í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunarsamvinnu og mannúðarmál.