Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Tilkynningar um markaðssetningu rafrettna og áfyllinga sem innihalda nikótín

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tilkynningar til Neytendastofu um markaðssetningu rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem innihalda nikótín tekur gildi á morgun, 1. september. Markmiðið er að tryggja að einungis séu seldar rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem uppfylla öryggisstaðla og þau viðmið sem gilda um öryggi vöru hér á landi.

Samkvæmt reglugerðinni skulu framleiðendur og innflytjendur rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem hyggjast markaðssetja þessa vöru hér á landi tilkynna Neytendastofu um það sex mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð. Leggja skal fram nýja tilkynningu fyrir hverja umtalsverða breytingu á vöru og sker Neytendastofa úr um hvort breyting telst umtalsverð. Óheimilt er að flytja inn eða selja vöru sem hefur ekki verið tilkynnt í samræmi við 14. gr. laga nr. 87/2018 og reglugerð þessa.

Í reglugerðinni er tilgreint hvaða upplýsingar skulu koma fram í tilkynningum til Neytendastofu vegna fyrirhugaðrar markaðssetningar, fjallað um eftirlitshlutverk Neytendastofu og kveðið á um gjaldtökuheimildir hennar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta