Samstarf í þágu barna
Dómsmálaráðherra hefur ásamt ráðherrum félags- og jafnréttismála, mennta- og menningarmála, samgöngu- og sveitarstjórnarmála ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga undirritað viljayfirlýsingu um aukið samstarf í þágu barna.
Í yfirlýsingunni er lýst yfir vilja til þess að auka samstarf milli málefnasviða sem heyra undir hvern og einn aðila og snúa að velferð barna. Markmið yfirlýsingarinnar er að brjóta niður múra sem kunna að myndast milli kerfa þegar tryggja þarf börnum heildstæða og samhæfða þjónustu. Aðilar telja aukið samstarf nauðsynlegt í þeim tilgangi að setja börn í forgrunn þjónustulausna og til þess fallið að skapa raunverulega barnvænt samfélag.
Útfærsla samstarfsins og framkvæmd verður samkvæmt aðgerðaráætlun sem unnin veru sameiginlega af þeim sem skrifa undir yfirlýsinguna, en yfirmarkmiðið er að setja börn sem njóta þjónustu aðila yfirlýsingarinnar í forgrunn og vinna að velferð þeirra.
Verkefni ráðuneyta og sveitarfélaga skarast oft í málefnum barna og samvinna því mikilvæg. Sem dæmi má nefna að dómsmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið unnu saman að stuðningi við Barnahús.