Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 er ákvæði þess efnis að mennta- og menningarmálaráðherra skuli á þriggja
ára fresti gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólahalds í leikskólum. Í skýrslunni er að finna margvíslegar upplýsingar um leikskólastarf, s.s. um fjölda barna í leikskólum og
lengd dvalartíma, um fjölda, stærð og dreifingu skóla, um starfsfólk, menntun þess og aldur og um ýmis
verkefni sem hafa verið unnin til að þróa skólastarfið. Rétt er að taka fram að skýrslan fjallar ekki
sérstaklega um rekstur leikskóla enda bera sveitarfélög ábyrgð á rekstri og framkvæmd skólastarfs. Samband
íslenskra sveitarfélaga gefur árlega út greinargott yfirlit yfir rekstur leikskóla í skólaskýrslu sinni.
Skýrsla þessi var lögð fram á Alþingi í febrúar 2018.
Skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra til Alþingis 2016 - leikskólarEfnisorð