Skipun sáttanefndar vegna eftirmála sýknudóms Hæstaréttar Íslands í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Nefndina skipa:
Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, sem fulltrúi forsætiráðuneytis og formaður nefndarinnar.
Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu.
Magnús Óskar Hafsteinsson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Verkefni nefndarinnar eru nánar tiltekið að koma fram fyrir hönd stjórnvalda í viðræðum og sáttaumleitunum við aðila málsins og aðstandendur þeirra og gera tillögu til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um hugsanlega greiðslu miska- og skaðabóta eða eftir atvikum svonefndra sanngirnisbóta til aðila málsins og aðstandenda þeirra.