Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Japan tekur gildi 31. október 2018
Þann 1. október 2018 fóru fram í Reykjavík skipti á fullgildingarskjölum vegna nýs tvísköttunarsamnings við Japan sem undirritaður var þann 15. janúar 2018.
Samkvæmt ákvæðum samningsins tekur hann gildi þann 31. október 2018 og koma ákvæði hans er varða skipti á upplýsingum (26. gr.) og aðstoð við innheimtu skatta (27. gr.) til framkvæmda frá þeim degi án tillits til þess á hvaða degi skattarnir eru lagðir á eða þess skattárs sem skattarnir tengjast. Samningurinn kemur til framkvæmda hvað varðar skattamál að öðru leyti sem hér segir;
á Íslandi:
i. að því er varðar staðgreiðslu- eða afdráttarskatta, vegna tekna sem aflað er 1. janúar 2019 eða síðar, og
ii. að því er varðar aðra skatta, vegna skatta sem leggja má á vegna skattárs sem hefst 1. janúar 2019 og
í Japan:
i. að því er varðar skatta sem eru lagðir á í tengslum við skattár, vegna skatta fyrir skattár sem hefjast 1. janúar 2019 og
ii. að því er varðar skatta sem eru ekki lagðir á í tengslum við skattár, að því er varðar skatta sem eru lagðir á eða eftir 1. janúar 2019.
Tvísköttunarsamningurinn verður birtur í C-deild stjórnartíðinda.