Hoppa yfir valmynd
16. október 2018 Forsætisráðuneytið

Unnur Brá Konráðsdóttir verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá Konráðsdóttir - mynd
Unni Brá Konráðsdóttur, aðstoðarmanni ríkisstjórnarinnar, verður falið að tryggja samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þetta var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að tillögu forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Unnur Brá mun annast samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tryggja yfirsýn yfir verkefnið í heild sinni og annast eftirfylgni með framgangi loftslagsmála í heild, í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá mun Unnur Brá áfram vera verkefnisstjóri í vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar og sinna ýmsum öðrum þverfaglegum verkefnum sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, sem kynnt var 10. september sl. Í aðgerðaáætluninni er gerð grein fyrir fyrirhuguðum verkefnum í loftslagsmálum og hvernig unnt sé að hrinda metnaðarfullum áherslum um loftslagsmál í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í framkvæmd.

Þar sem um er að ræða forgangsmál ríkisstjórnarinnar sem varðar öll ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands var samþykkt að Unnur Brá Konráðsdóttir annist samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindráðuneytinu, er formaður verkefnastjórnar aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum sem skipuð var í mars 2018. Þá er loftslagsráð sem skipað var í maí 2018 ætlað að vera stjórnvöldum til aðhalds með markvissri ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Formaður Loftslagsráðs er Halldór Þorgeirsson.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta