Ísland er friðsælasta ríki heims
Ísland er friðsælasta ríki heims samkvæmt úttekt Global Peace Index (GPI) fyrir árið 2018. Ísland hefur setið í efsta sæti frá árinu 2008 og í næstu sætum á eftir koma Nýja-Sjáland, Austurríki, Portúgal og Danmörk. Sýrland er það land þar sem mestur ófriður ríkir og er það fimmta árið í röð sem landið lendir í neðsta sæti. Löndin á listanum eru 163 talsins.
Ófriður á alþjóðavísu fer vaxandi samkvæmt úttektinni sem má lesa hér: https://www.weforum.org/agenda/2018/10/these-are-the-world-s-most-peaceful-countries