Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2018 Forsætisráðuneytið

Ráðherrabifreiðar verða rafvæddar

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra, sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun 6. nóvember, verða ráðherrabifreiðar rafvæddar. Er það í samræmi við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Var samþykkt að hefja þegar undirbúning að útboðum í takt við þróun rafbíla á markaði hér á landi. Stefnt er að því að skipta út öllum ráðherrabifreiðum á næstu árum með það að markmiði að þeim tíma liðnum verði allar ráðherrabifreiðar knúnar rafmagni.

Þegar hafa verið settar upp rafhleðslustöðvar á bílastæði forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og stefnt er að uppsetningu slíkra stöðva á bílastæðum allra ráðuneyta á næstu mánuðum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta