Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2018 Innviðaráðuneytið

Verklagsreglur gefnar út um viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Gefnar hafa verið út verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga í því skyni að samræma megi og efla enn frekar reikningsskil sveitarfélaga. Reikningsskila- og upplýsinganefnd sem starfar á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis tók verklagsreglurnar saman og sendi öllum sveitarstjórnum til umræðu og yfirferðar.

Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur það hlutverk í sveitarstjórnarlögum að stuðla að samræmingu í reikningsskilum sveitarfélaga og öðrum fjárhagslegum ráðstöfunum þeirra. Markmiðið með útgáfunni er að reglurnar gagnist sveitarstjórnum að festa í sessi feril fjárhagslegra ákvarðana og eftirlit með því að rekstur sveitarfélags sé í samræmi við fjárhagsáætlun.

Leiðbeinandi verklagsreglur vegna viðauka fjárhagsáætlunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta