Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Leiðrétting á fréttaflutningi um sæstreng

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill af gefnu tilefni koma því á framfæri, að það er ekki rétt sem sagt er í fréttum í Morgunblaðinu og á vefnum Mbl.is í dag, að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands, sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins.

Hið rétta er að athugun á Ice-Link verkefninu er á vegum Landsnets og Landsvirkjunar. Fyrirtækið Atlantic SuperConnection á enga aðild að því verkefni.

Einnig er rétt að árétta að verkefnalisti ESB er opinber og langt er síðan það kom fram opinberlega að Ice-Link verkefnið væri á honum. Þáverandi ríkisstjórn gaf í ársbyrjun 2015 leyfi fyrir að sótt yrði um að strengurinn færi á listann, og var leyfið veitt með fyrirvara um að í því fælist engin efnisleg afstaða stjórnvalda til verkefnisins.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

7. Sjálfbær orka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta