Styrkir til menningarsamstarfs milli Íslands og Noregs
Helstu skilyrði fyrir styrkveitingu er að verkefnin teljist mikilvæg báðum löndum, þau séu skipulögð sem samstarfsverkefni milli landanna og aðilar beggja landa leggi til menningarlegt innihald og/eða úrvinnslu og framkvæmd. Verkefni sem stuðlað geta að varanlegum tengslum milli einstaklinga, samtaka og stofnana hafa forgang. Verkefnin skulu endurspegla fjölbreytt listræn form og hafa í senn skírskotun til sögunnar og samtímans. Sjá nánar um styrkina hér.
Umsóknareyðublað má finna á vef norska menningarráðsins (Norsk kulturråd) en frestur til að skila inn umsóknum er til 4. desember nk.
Frekari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu ráðsins.