Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2018 Matvælaráðuneytið

Reglugerð um vöktun á sýklalyfjaþoli

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um vöktun á sýklalyfjaþoli. Reglugerðin mælir fyrir um sýnatökur og skýrslugjöf á þoli gegn sýklalyfjum sem greinast í dýrum, dýraafurðum eða matvælum, fóðurefnum til fóðurgerðar, fóðri, fiskimjöli, vatni, umhverfi eða öðrum sýnum sem tengjast eftirliti Matvælastofnunar og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga. Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga fara með framkvæmd reglugerðarinnar. Reglugerðin tekur mið af tillögum starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi og hefur kostnaður við sýnatökur skv. reglugerðinni nú þegar verið fjármagnaður.

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta