Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Forsætisráðherra tók við skilaboðum barna úr Flataskóla

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt Ævari Þór Benediktssyni  - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Ævari Þór Benediktssyni sem færði henni skilaboð á loftbelgjum frá börnum úr Flataskóla.

Börnin skrifuðu skilaboð á loftbelgina í fyrra á Alþjóðadegi barna, 20. nóvember, áður en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir var mynduð. Nú, ári síðar, heimsótti Ævar forsætisráðherra og afhenti henni skilaboðin á loftbelgjunum. Á þeim eru mikilvæg skilaboð til stjórnvalda á borð við „Öll börn eiga að fá vernd gegn ofbeldi“, „Öll börn eiga að fá að fara í skóla“ og „Öll börn eiga að vera frjáls“.

Katrín afhenti forseta Alþingis loftbelgina og óskaði eftir því að hver þingmaður fengi ein skilaboð til að hafa í huga í dag á Alþjóðadegi barna, sem öðrum dögum.

Verkefnið er liður í Alþjóðadegi barna og UNICEF undir yfirskriftinni „Börn fá orðið“ þar sem þau vekja athygli á tjáningarfrelsi barna og rétt þeirra til þátttöku.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll
16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta