Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lög um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi – opið samráð

Frumvarp sem felur í sér innleiðingu á breytingum við tilskipun Evrópusambandsins um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi á EES-svæðinu er nú birt í opnu samráði í Samráðsgátt stjórnvalda.

Ávinningur þessa felst einkum í því að einfaldara og fljótvirkara verður að fá viðurkenning á faglegri menntun og starfsreynslu óháð því hvar viðkomandi lærði innan EES-svæðisins. Á þetta við um lögvernduð störf, s.s. lækna, verkfræðinga, talmeinafræðinga, kennara og pípulagningarmanna. Réttur manna til viðurkenningar verður sá sami og áður en tekin eru skref til þess að tryggja einfaldari framkvæmd, meðal annars með innleiðingu evrópsks fagskírteinis fyrir einstaka starfsgreinar.

Með frumvarpsdrögunum eru kynnt drög að reglugerð sem ætlunin er að setja í framhaldi af gildistöku laganna.

Smelltu hér til að kynna þér málið í Samráðsgátt.

Markmið Samráðsgáttarinnar er að auka gagnsæi og möguleika almennings og hagsmunaaðila á þátttöku í stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku opinberra aðila. Þar er á einum stað hægt að finna öll mál ráðuneyta sem birt hafa verið til samráðs við almenning. Öllum er frjálst að senda þar inn umsagnir eða ábendingar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta