Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ávarpaði börn úr 2. bekk í tilefni Barnaréttindaviku Tjarnarinnar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,  ávarpar börn sem tóku þátt í réttindagöngu barna - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði um 300 börn úr 2. bekk sem tóku þátt í réttindagöngu barna í Þjóðleikhúskjallaranum í dag. 

Tilefni göngunnar er Barnaréttindavika Tjarnarinnar sem fer fram nú í sömu viku og afmælisvika Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem börn fagna lögbundnum réttindum sínum. 

Börnin sem tóku þátt í göngunni koma úr frístundaheimilum frístundamiðstöðvar Tjarnarinnar. Þau gengu fylktu liði niður Skólavörðustíg í lögreglufylgd með skilti og slagorð. Börnin komu við í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem þau skiluðu inn áskorunum og í framhaldi af því tók við skemmtidagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem forsætisráðherra tók á móti hópnum. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: 
„Ég er bjartsýn og glöð eftir frábæra stund í Þjóðleikhúskjallaranum í dag. Samstaða barnanna hér með börnum um allan heim var áþreifanleg. Þau geta algjörlega sett sig í þeirra spor og eru að vekja athygli á því að alltof víða er brotið á réttindum barna og veita okkur fullorðna fólkinu um leið mikinn innblástur í okkar störfum.“

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta