Stuðningur við fjölbreytt starf Bandalags íslenskra listamanna
„Það er vel við hæfi að skrifa undir þennan samstarfssamning nú. Í ár á félagið 90 ára afmæli og það var einmitt á 70 ára afmæli bandalagsins sem ráðuneytið skrifaði fyrst undir samning við Bandalag íslenskra listamanna. Það er þróttmikið og fjölbreytt menningarlíf í landinu og að því þarf að hlúa. Við viljum tryggja gott aðgengi að menningu og skapa skilyrði fyrir fjölbreytni, sköpun og frumkvæði á því sviði og þar er Bandalag íslenskra listamanna lykilsamstarfsaðili,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra af því tilefni.
Aðildafélög Bandalags íslenskra listamanna eru alls fimmtán; Arkitektafélag Íslands, Danshöfundafélag Íslands, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag íslenskra leikara, Félag íslenskra listdansara; Félag íslenskra tónlistarmanna, Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikmynda- og búningahöfunda, Félag leikskálda og handritshöfunda, Félag leikstjóra á Íslandi, Félag tónskálda og textahöfunda, Rithöfundasamband Íslands, Samband íslenskra myndlistarmanna, Samtök kvikmyndaleikstjóra og Tónskáldafélag Íslands.