Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2018 Matvælaráðuneytið

14.305 tonnum úthlutað í sértækan og almennan byggðakvóta

Yadid Levy - Norden.org - mynd

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur úthlutað alls 14.305 tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til þess að auka byggðafestu.

Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar verður 6.429 tonn

Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 94 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 6.429 tonn fiskveiðiárið 2018/2019. Markmiðið með sértækum byggðakvóta Byggðastofnunar er að stuðla að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma og ná þannig að skapa og viðhalda sem flestum heilsársstörfum fyrir bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum.

Almennur byggðakvóti nemur 7.876 tonnum

Almennur byggðakvóti fiskveiðiárið 2018/2019 nemur alls 7.876 tonnum, sem eru 6.168 þorskígildistonn. Alls er byggðakvóta úthlutað til 24 sveitarfélags og í þeim fengu 42 byggðarlög úthlutun. Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá 7 byggðarlög það hámark. Lágmarksúthlutun er 15 þorskígildistonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar, og fá 6 byggðarlög þá úthlutun.

Úthlutun byggðakvótans byggir á talnaupplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla, botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks annars vegar og samdrætti í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá fiskveiðiárinu 2008/2009 til fiskveiðiársins 2017/2018.

Þar sem að rangar tölur bárust um landvinnslu hefur þurft að uppfæra upphaflega úthlutun á almennum byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.

ATH: Leiðréttar tölur um úthlutun almenns byggðakvóta 13. des. 2018

Arnarstapi

15

Flateyri

300

Kópasker

15

Stokkseyri

84

Árskógssandur

240

Garður

266

Norðurfjörður

23

Stöðvarfjörður

124

Bakkafjörður

141

Grímsey

103

Ólafsfjörður

300

Suðureyri

192

Bíldudalur

88

Grundarfjörður

300

Ólafsvík

289

Súðavík

135

Blönduós

69

Hauganes

15

Patreksfjörður

46

Tálknafjörður

300

Borgarfjörður eystri

41

Hnífsdalur

222

Raufarhöfn

134

Vogar

77

Breiðdalsvík

90

Hofsós

15

Sandgerði

300

Vopnafjörður

15

Brjánslækur

15

Hólmavík

70

Sauðárkrókur

70

Þingeyri

281

Djúpivogur

300

Hrísey

158

Siglufjörður

198

Þorlákshöfn

300

Drangsnes

76

Hvammstangi

70

Skagaströnd

300

Þórshöfn

146

Eyrarbakki

38

Ísafjörður

210

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta