Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Mikill munur á losun frá býlum í íslenskum landbúnaði

Heyskapur í Landsveit - myndHugi Ólafsson
Talsverður breytileiki er milli búa í losun gróðurhúsalofttegunda og möguleikar til bindingar kolefnis eru einnig misjafnir. Þetta eru niðurstöður Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins eftir úttekt þeirra á losun gróðurhúsalofttegunda á fimm íslenskum búum.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fól Ráðgjafarmiðstöðinni að leggja mat á helstu þætti í starfsemi fimm samstarfsbúa sem hafa í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda og einnig hver væri kolefnisbinding á viðkomandi búum. Auglýst var eftir samstarfsbúum og fyrir valinu urðu tvö sauðfjárbú: Hafrafellstunga í Öxarfirði og Mælifellsá í Skagafirði, og þrjú kúabú: Káranes í Kjós, Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og Hvanneyri í Borgarfirði.

Niðurstöðurnar sýna mikinn breytileika, bæði hvað varðar losun frá hverju býli og einnig möguleika bænda til að draga úr losun. Verkefnið er liður í Sóknaráætlun í loftslagsmálum 2016-2018.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði - Greining losunar frá fimm býlum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta