Vegna fyrirspurnar frá Öryrkjabandalagi Íslands
Vegna fyrirspurnar frá ÖBÍ vill forsætisráðuneytið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:
Forsætisráðherra vísaði í tilgreindum ummælum til aukningar á framlögum til málaflokks örorkulífeyrisþega. Framlög til þessa hóps hafa aukist í síðustu tvennum fjárlögum sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt fram um rúmlega 9 milljarða utan verðlagsbreytinga, á föstu verðlagi ársins 2019 – en það er 17% hækkun frá fjárlögum ársins 2017.
Af þessum rúmlega 9 milljörðum fara um 37% eða 3,3 milljarðar í hreinar viðbætur til að bæta kjör öryrkja. Það eru annars vegar 436 milljónir á þessu ári sem fóru í viðbótarbótahækkun (2,4% umfram 4,7% hækkun) til að hækka bætur þeirra öryrkja sem halda einir heimili í 300 þúsund krónur. Hins vegar eru það 2,9 milljarðar árið 2019 í fyrirhugaðar kerfisbreytingar til að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Nánari skiptingu má sjá í töflunni hér að neðan.
Þess ber að geta að heildaraukning til málefnasviðs 27 Örorka og málefni fatlaðs fólks í tvennum fjárlögum er ríflega 14 milljarðar króna sem er 26% hækkun frá fjárlögum ársins 2017. Þá eru meðtaldar lögbundnar bótahækkanir, annars vegar um 4,7% á árinu 2018 og 3,6% árið 2019.
Að auki má nefna að utan ofangreindra framlaga er aukning í útgjöldum vegna vinnusamninga öryrkja, en þau framlög hafa hækkað um 331 milljón króna í tvennum fjárlögum. Þá hafa framlög til starfsendurhæfingar sömuleiðis verið aukin og eru utan ofangreindra upphæða, en þau hafa aukist um rúmar 100 milljónir króna frá 2017.
Vegna þess að vísað er til orða forsætisráðherra um að ríkisstjórnin komi til móts við tekjulægri hópa í fjárlagafrumvarpinu má benda á að fyrirhugað er að hækka persónuafslátt um eitt prósentustig umfram lögbundna hækkun, sem og að hækka barnabætur um 16% á milli ára sem gerir það að verkum að þeim sem eiga rétt á barnabótum fjölgar um 2.200 milli ára. Allt kemur þetta til móts við tekjulægri hópa.
27 Örorka og málefni fatlaðs fólks, m.kr. |
2017 |
2018 |
2019 |
Fjárlög, verðlag 2017 |
54.463 |
59.393 |
63.960 |
Fjárlög, verðlag hvers árs |
54.463 |
61.877 |
68.678 |
Breytingar |
|||
Bótahækkanir 2018 (4,7%) |
2.483 |
||
Viðbótarbótahækkun 2018 (2,4% umfram 4,7% hækkun) til að hækka bætur þeirra öryrkja sem halda einir heimili í 300 þús.kr. |
436 |
||
Bótahækkanir 2019 (3,6%) |
2.236 |
||
Kerfislægur vöxtur - fjölgun bótaþega |
2.257 |
1.244 |
|
Endurmat á útgjöldum fyrra árs |
1.600 |
||
Fyrirhugaðar kerfisbreytingar til að bæta kjör öryrkja |
2.900 |
||
Aukin framlög til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða |
367 |
377 |
|
NPA |
140 |
70 |
|
Viðbótarheimild vegna aðgerða til að hamla nýgengi öryrkja. |
75 |
||
Efling réttindagæslu fyrir fatlað fólk. |
30 |
||
Frístundaþjónusta við fatlaða nemendur. |
30 |
||
Annað |
-4 |
-25 |
|
Samtals |
7.414 |
6.802 |
|
Samtals án verðlagshækkana |
|
4.931 |
4.566 |
Framangreint svar er unnið í samvinnu fjármála- og efnahagsráðuneytis, velferðarráðuneytis og forsætisráðuneytis og ber að líta á það sem sameiginlegt svar ráðuneytanna þriggja við fyrirspurnum Öryrkjabandalagsins til ráðuneytanna um málið.