Hoppa yfir valmynd
7. desember 2018 Forsætisráðuneytið

Ný ráðuneyti félagsmála og heilbrigðismála taka til starfa 1. janúar 2019

Forseti Íslands hefur staðfest tillögur forsætisráðherra um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og um verkaskiptingu á milli þeirra sem og tillögu um skiptingu starfa ráðherra. Breytingarnar fela í sér að í stað velferðarráðuneytis komi annars vegar félagsmálaráðuneyti og hins vegar heilbrigðisráðuneyti. Með þessari breytingu fjölgar ráðuneytum Stjórnarráðsins úr níu í tíu. Samkvæmt nýjum forsetaúrskurðum skiptast stjórnarmálefni á milli hinna nýju ráðuneyta með sama hætti og þau skiptast nú á milli félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Þó eru gerðar þær breytingar samhliða að málefni mannvirkja færast frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til hins nýja félagsmálaráðuneytis og jafnréttismál færast til forsætisráðuneytis. Hin nýju ráðuneyti munu taka til starfa 1. janúar nk.

Sjá neðangreinda forsetaúrskurði á vef Stjórnartíðinda:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta