Hoppa yfir valmynd
11. desember 2018

Fundur Velferðarvaktarinnar 11. desember 2018

28. fundur Velferðarvaktarinnar

Haldinn í velferðarráðuneytinu 11. desember 2018 kl. 9.00-11.30.

Viðstaddir: Siv Friðleifsdóttir, formaður, Þórdís Viborg frá ÖBÍ, Eiríkur Smith fulltrúi réttindagæslumanna, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Eva Bjarnadóttir frá Unicef, Kristjana Gunnarsdóttir frá Reykjavíkurborg, Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Samtökum um kvennaathvarf, Guðni Olgeirsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Bergþór Böðvarsson frá Geðhjálp, Eðvald Stefánsson frá Umboðsmanni barna, Angelique Kelley frá W.O.M.E.N., Erla Ósk Guðjónsdóttir frá Menntamálastofnun, Sigurrós Kristinsdóttir frá ASÍ, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Sesselja Guðmundsdóttir frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Ásta B. Helgadóttir Umboðsmaður skuldara, Sunna Diðriksdóttir frá dómsmálaráðuneytinu, Björg Kjartansdóttir frá Rauða krossinum á Íslandi, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá ÖBÍ og Lovísa Lilliendahl frá velferðarráðuneytinu. 

---

1. Málefni barna
Erna Kristín Blöndal, verkefnastjóri í málefnum barna, kynnti vinnu sem hún leiðir um málefni barna. Að vinnunni kemur þingmannanefnd sem skipuð var í kjölfar viljayfirlýsingu fimm ráðherra um málefni barna, auk fjölda annarra aðila. Verið er að kortleggja þjónustu við börn, skoða hvernig kerfin geta talað betur saman, hvernig styðja megi betur við foreldra o.s.frv. með megináherslu á snemmtæka íhlutun. https://www.stjornarradid.is/verkefni/allar-frettir/frett/2018/05/11/Erna-Kristin-Blondal-annast-verkefnisstjorn-i-malefnum-barna/

2. BRÚIN (Hafnarfjarðarlíkanið)
Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu, Fanney Halldórsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og fræðsluþjónustu og Hulda Björk Finnsdóttir, verkefnastjóri BRÚARINNAR, kynntu nýsköpunarstarf fyrir börn og fjölskyldur í Hafnarfirði, þar sem markmiðið er að auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra, með áherslu á að veita aukna þjónustu á fyrri stigum.
https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/skolar-og-born/bruin/

3. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Fanney Karlsdóttir, formaður verkefnastjórnar stjórnvalda um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, kynnti ásamt Áslaugu Karen Jóhannsdóttur, varaformanni verkefnastjórnar og Gunnari Þ. Gylfasyni, fulltrúa félagsmálahluta velferðarráðuneytis í verkefnisstjórn, heimsmarkmiðin með áherslu á markmið nr. 1 Engin fátækt, nr. 3 Heilsa og vellíðan og nr. 10 Aukinn jöfnuður. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=10adb4fe-7989-11e8-942c-005056bc530c

4. Störf Velferðarvaktarinnar og önnur mál

  • Rætt var um störf og áherslur vaktarinnar á komandi ári. Ábendingar um verkefni, þemu o.fl. er alltaf hægt að koma á framfæri og eru undirhóparnir kjörinn vettvangur til þess.
  • Undirbúningur stöðuskýrslu Velferðarvaktarinnar2017-2018 er á lokametrunum.
  • Formaður kynnti fyrirhugaða könnun Velferðarvaktarinnar á skólasókn og skólaforðun.

Næsti fundur Velferðarvaktarinnar verður haldinn í lok janúar nk.
Ekki meira rætt og fundi slitið/LL.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta