Uppgjör ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins 2018
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um tekjur og yfirlit yfir stöðu málefnasviða og málaflokka fyrir fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við fjárheimildir. Byggt er á mánaðaryfirliti Fjársýslu ríkisins.
Helstu niðurstöður eftir þriðja ársfjórðung eru:
Rekstur:
- Tekjujöfnuður tímabilsins er 22,1 ma.kr. sem er 13,9 ma.kr umfram áætlun tímabilsins. Í yfirliti Fjársýslunnar eru tekjur færðar á greiðslugrunni og mun því meðhöndlun á arðgreiðslum breytast þegar yfirlitin verða færð yfir á rekstrargrunn eins og ríkisreikningur er gerður á.
- Tekjur tímabilsins án fjármunatekna námu 583,5 ma.kr. eða 10,3 ma.kr. umfram áætlun.
- Gjöld tímabilsins án fjármagnsgjalda voru 535,3 ma.kr. eða um 11,2 ma.kr. undir áætlun.
- Tekjur umfram gjöld eru 48,2 ma.kr. eða 21,6 ma.kr. yfir áætlun.
- Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 26,1 ma.kr. sem er 7,7 ma.kr. hærra en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir þar sem fjármunatekjur voru 7,2 ma.kr. lægri en áætlað var.
Sjóðstreymi:
- Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 76,2 ma.kr. þar sem innheimta nam 635,0 ma.kr. og greiðslur 558,9 ma.kr. Fjárfestingahreyfingar voru jákvæðar um 35,0 ma.kr. og fjármögnunarhreyfinga voru 60,6 ma.kr., þar af voru afborganir af langtímaskuldum 95,3ma.kr. Breyting á handbæru fé nam 50,6 ma.kr.
Málefnasvið, greining:
- Útgjöld málefnasviða að frádregnum rekstrartekjum námu 547,5,4 ma.kr. á tímabilinu og bókfærð fjárfesting um 24,3 ma.kr. sem er um 10,4 ma.kr. lægri en áætlað var á tímabilinu. Megin frávik eru á eftirfarandi málefnasviðum: 23 Sjúkrahúsþjónusta 2,4 ma.kr. umfram fjárheimildir. 25 Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta 4,1 ma.kr. innan fjárheimilda. 31 Húsnæðisstuðningur 2,1 ma.kr innan fjárheimilda. 33 Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar 2,3 ma.kr. umfram fjárheimildir.
Sundurliðun á málefnasviðum niður og málaflokka og ríkisaðila kemur fram í mánaðaruppgjöri sem Fjársýsla ríkisins birtir.
Í eftirfarandi töflum kemur fram greining á frávikum vegna tekna og útgjalda málefnasviða sem kemur einnig fram í mánaðaruppgjöri Fjársýslunnar.