Aðgangur að dvalar- og dagdvalarrýmum verður óháður aldri
Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum sem lagt var fram í því skyni að jafna aðgang þeirra sem þurfa á dvalarrými eða dagdvöl að halda, þannig að ekki sé lengur horft til aldurs heldur byggt á mati á þörf fólks fyrir þessi úrræði. Lögin öðlast þegar gildi.
Í lagabreytingunni felst að heimilt verður að samþykkja umsóknir um dvöl í dvalarrýmum og dagdvalarrýmum fyrir fólk sem er yngra en 67 ára ef fyrir liggur mat á þörf viðkomandi fyrir þessi úrræði. Heimild sem þessi er þegar fyrir hendi vegna þeirra sem eru yngri en 67 ára en hafa verið metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými.