Hoppa yfir valmynd
17. desember 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Tvö græn skref stigin í rekstri velferðarráðuneytisins

Viðurkenningu fyrir grænu skrefin vel fagnað - myndVelferðarráðuneytið

Velferðarráðuneytið hlaut í dag viðurkenningu fyrir skref 1 og skref 2 samkvæmt áætlun verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri. Grænu skrefin tengjast vinnu við gerð loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og felast í litlum og stórum aðgerðum til að draga úr sóun, orkunotkun og fleira.

Öll ráðuneytin og Rekstrarfélag Stjórnarráðsins vinna að innleiðingu grænna skrefa í ríkisrekstri. Sem dæmi um verkefni sem hrint hefur verið í framkvæmd í ráðuneytum má nefna innleiðingu prentskýja sem draga úr pappírsnotkun, flokkun úrgangs, samgöngusamninga, aðstöðu fyrir hjólandi, tilboð um deilibíl, rafhjólatilraun og innkaup á ýmsum umhverfisvottuðum vörum.

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta