Umsækjendur um embætti þjóðskjalavarðar
Embætti þjóðskjalavarðar var auglýst laust til umsóknar 22. nóvember sl. Fyrir lok umsóknarfrests, 14. desember sl., bárust umsóknir um embættið frá sjö umsækjendum, þremur konum og fjórum körlum.
Umsækjendur eru:
Hrafn Sveinbjarnason, héraðsskjalavörður
Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri
Jóhannes Hraunfjörð, kennari og leiðsögumaður
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fræðimaður
Sólveig Magnúsdóttir, skjalastjóri
Stefán Friðberg Hjartarson, kennari og ráðgjafi
Þorsteinn Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður
Gert er ráð fyrir að skipað verði í embættið til fimm ára frá 1. mars 2019.