Framlög úr Jöfnunarsjóði vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar rúmar 267 milljónir árið 2018
Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun framlaga vegna notendastýrðrar persónulegarar aðstoðar á árinu 2018, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 320/2018.
Alls voru gerðir 77 NPA samningar á árinu 2018 og nemur heildarfjárhæð þeirra 1.068,9 m.kr. Jöfnunarsjóður greiðir 25% af þeim kostnaði og því nema framlög sjóðsins vegna NPA samtals 267,2 m.kr. á árinu 2018. Framlögin hafa þegar komið til greiðslu.
NPA framlög - samningar og greiðslur
Þjónustusvæði | Fjöldi samninga |
Heildar- fjárhæð (kr.) |
Jöfnunar- sjóður (25%) |
---|---|---|---|
Reykjavíkurborg | 19 | 401.268.320 | 100.317.080 |
Kópavogsbær | 5 | 49.830.192 | 12.457.548 |
Garðabær | 6 | 122.478.925 | 30.619.731 |
Hafnarfjörður | 15 | 147.346.798 | 36.836.700 |
Mosfellsbær | 13 | 98.184.828 | 24.546.207 |
Vesturland | 2 | 55.113.696 | 13.778.424 |
Norðurland vestra | 7 | 72.113.710 | 18.028.428 |
Fjallabyggð/Dalvíkurbyggð | 1 | 4.446.360 | 1.111.590 |
Eyjafjörður | 8 | 77.916.362 | 19.479.091 |
Suðurland | 2 | 40.218.360 | 10.054.590 |
77 | 1.068.917.551 | 267.229.388 |