Viðbótarframlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk 155 milljónir
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 19. desember sl. um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2018 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 155 m.kr.
Á grundvelli 2. gr. reglugerðar nr. 320/2018 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2018 er heimilt að veita sérstök viðbótarframlög til þjónustusvæða ef um verulega íþyngjandi kostnað er að ræða við rekstur málaflokksins.
Þessi fjárhæð bætist við þær 170 m.kr. sem greiddar voru út í maí sl. sem viðbótarframlög vegna breytinga á reikniverki framlaga milli ára.
Framlögin munu koma til útgreiðslu á næstu dögum.
Þjónustusvæði | Framlag |
---|---|
Reykjavíkurborg | 39.503.732 |
Seltjarnarnes | 20.019.489 |
Kópavogsbær | 11.505.370 |
Garðabær | 25.841.276 |
Hafnarfjörður | 8.913.857 |
Mosfellsbær og Kjósarhreppur | 9.222.853 |
Reykjanesbær | 14.475.597 |
Grindavíkurbær | 73.406 |
Sandgerðisbær | 8.474.150 |
Vesturland | 7.221.881 |
Sveitarfélagið Skagafjörður | 2.430.109 |
Þingeyjarsýslur | 4.307.061 |
Suðurland | 3.011.219 |