Tilkynning vegna umsókna um starfsleyfi og útgáfu þeirra
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar mun taka á móti umsóknum um starfsleyfi frá þeim sem hyggjast veita þjónustu samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, frá 4. janúar næstkomandi.
Samkvæmt lögunum skulu félagasamtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir þjónustu- og rekstraraðilar sem veita eða hyggjast veita þjónustu samkvæmt þeim, starfa á grundvelli starfsleyfis. Gæða- og eftirlitsstofnunin mun annast útgáfu og umsýslu stafsleyfanna í umboði nýs félagsmálaráðuneytis sem tekur til starfa 1. janúar 2019.
Um starfsleyfin er fjallað í eftirtöldum reglugerðum:
- Reglugerð um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra þjónustu- og rekstraraðila sem veita þjónustu við fatlað fólk
- Reglugerð um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignarstofnana og annarra einkaaðila sem veita félagsþjónustu.
Tekið verður á móti umsóknum um starfsleyfi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins frá og með 4. janúar 2019.