Hoppa yfir valmynd
4. janúar 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ný reglugerð um sjálfstætt rekna grunnskóla

reglugerð um sjálfstætt rekna grunnskóla hefur tekið gildi. Í henni er meðal annars fjallað um gerð og hlutverk þjónustusamninga, staðfestingarferli Menntamálastofnunar og upplýsingagjöf og eftirlit með starfsemi sjálfstætt rekinna grunnskóla.

Í reglugerðinni eru sett inn skýrari ákvæði um upplýsingagjöf og eftirlit með starfsemi sjálfstætt rekinna grunnskóla og sérstök grein um skyldur samningsaðila ef nemendur eiga ekki val um innritun í aðra skóla. Meðal breytinga frá gildandi reglugerð frá árinu 2012 er að sveitarfélög munu framvegis óska eftir staðfestingu Menntamálastofnunar á þjónustusamningum sínum við sjálfstætt rekna skóla. Með því færist stjórnsýsla þeirra mála til Menntamálastofnunar, fyrir hönd ráðuneytisins, og einstakra sveitarfélaga.

Ákvæði um alþjóðaskóla eða námsbrautir innan almenns grunnskóla sem starfa samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námsskrá og námsskipan verða sett í sérstaka reglugerð og verður hún gefin út síðar, en á meðan gilda ákvæði um slíka starfsemi samkvæmt reglugerð nr. 699/2012 um viðurkenningu grunnskóla. Sjá tengil á breytingar á þeirri reglugerð í Stjórnartíðindum.

Drög að reglugerð þessari voru sett í opið samráð í Samráðsgátt stjórnvalda sl. vor.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta