Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Friðlýsing Víkurgarðs

Friðlýsingartillaga Minjastofnunar Íslands um leifar kirkju og kirkjugarðs og annarra fornminja innan lóðarmarka Víkurgarðs (gamla kirkjugarðsins við Aðalstræti) hefur verið til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur nú staðfest að fallist verður á tillöguna og svæðið friðlýst eins og það er skilgreint í lóðauppdrætti.

Svæðið telst nú þegar til friðaðra fornminja sökum aldurs en það er mat Minjastofnunar Íslands að aldursfriðun Víkurgarðs hafi ekki verið virt með fullnægjandi hætti og því sé nauðsynlegt að efla vernd minjanna.

Sjá nánar í rökstuðningi Minjastofnunar Íslands:

„… Undir hellulögðu yfirborði Víkurgarðs liggur saga rúmlega 1100 ára búsetu í Reykjavík. Ætla má að kirkja hafi risið á þessum stað fljótlega eftir kristnitöku en fyrstu rituðu heimildir um kirkju í Reykjavík eru í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200. Grafreitur var gerður við kirkjuna og mun hann hafa verið notaður að lágmarki um 600 ára skeið. Nokkuð hefur verið gengið á garðinn vegna gatna, lagna og bygginga sem að honum liggja. Síðasta kirkjan sem í garðinum stóð var rifin árið 1799 og var þá sléttað yfir grunninn. Líklegt er að undirstöður þeirrar kirkju og eldri kirkna sé að finna undir yfirborði. Víkurgarður þjónaði sem kirkjugarður Reykvíkinga fram til ársins 1838 er kirkjugarðurinn við Suðurgötu (Hólavallagarður) var tekinn í notkun. Eftir það var lítið grafið í garðinum en ætla má að jarðneskar leifar um 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli þar…“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta